Styrktarþjálfun hjá íþróttaliði

Ásamt því að vera einkaþjálfari hjá WorldClass er ég einnig styrktarþjálfari hjá fótboltanum í Þrótti. Ég vinn með öðrum þjálfara þar. Ég er styrktarþjálfari hjá 4.fl, 3.fl og 2.fl kk og kvk. Þar fæ ég góða reynslu á að þjálfa þessa hópa og einstaklinga sem eru að stefna að því að vera góðir íþróttamenn og gefur það góða og skemmtilega fjölbreyttni við það sem ég er að gera sem einkaþjálfari í WorldClass. Ég á bakgrunn úr fótbolta og var sjö ára gömul þegar ég byrjaði að æfa og stefndi hátt í íþróttinni, en eftir að ég lagði fótboltaskóna á hilluna fann ég ástríðuna í hlaupunum. Ég er uppalinn HK-ingur og spilaði með HK/Víking í fyrstu deild og með Fylki og Aftureldingu í úrvalsdeild.

Hvað er búið að gerast🩶

Sumarið löngu komið og margt gott búið að gerast, bæði í hlaupum, þjálfun og öllu saman. Langt en ótrúlega frábært innanhústímabil löngu búið í hlaupunum. Það var æft hraða þrisvar í viku, fullt af...

LESA
Það helsta sem ég hef lært síðan ég byrjaði að æfa hlaup almennilega🙌...

Nokkrir punktar um það sem ég hef lært um hlaup síðan ég byrjaði og af reynslu veit ég að þetta virkar til þess að ná árangri 1. Hraða/gæðaæfingar eru mjög mikilvægar til þess að bæta sig og verða hr...

LESA
Lífið í Kenía

Lífið hér er mikið þannig að það eru æfingar, og síðan frítími þar sem við megum í rauninni gera það sem við viljum. En við notum hann oft í að gera okkur klár fyrir næstu æfingu, fara á sundlaugabakk...

LESA