Ég ætla að segja hvað var að gerast í sumar hjá mér hlaupa og æfingalega séð. Á sumrin finnst mér oftast mjög næs að njóta þess að keppa og finna gleðina í íþróttinni. Síðan eru aðrar keppnir sem maður er virkilega að stefna á árangur. Hjá mér var það 10km á braut og/eða götu sem ég var að stefna á árangur, en það tókst heldur betur þegar ég keppti í 10.000m á braut í ágúst. Ég bætti brautar og götutíman minn í mjög vel útfærðu hlaupi hjá mér (36:28mín), negative split, sem þýðir að seinnihluti hlaupsins er hraðari en fyrri hluti hlaupsins, sem er mjög jákvætt. Það vill oft verða þannig, hjá mér allavega að hlaupin sem maður bætir sig í eru oftast hlaupin sem manni líður best í. Ég hitti þarna á rétta daginn og gat keyrt vel á þetta án þess að líða eins og ég væri að streða of mikið. Nældi mér í Íslandsmeitaratitil þarna og sirka viku síðar nældi ég mér í annan Íslandsmeistaratitil á MÍ í 5000m á braut= 4 Íslandsmeistaratitlar þetta árið. En þetta var allt gleði og gaman sem er mikilvægast, og góð reynsla.
Ágústmánuður var semsagt mjög góður í hlaupunum, maí var mjög mikið verið að njóta þess að keppa og keppti í skemmtilegum keppnum, mest til gamans og til þess að fá góða æfingu í bankan. Gerði einnig brautarmet í 10km Mýrdalshlaupinu, bætti það um 6mín og því töluvert betra en þegar ég keppti þar tveimur árum áður. En í júní og júlí var ég ekki að æfa nógu skynsamlega, æfði of mikið og var því meira að búa til þreytu í líkaman, veit betur. Ég fór með FH liðinu til Svíþjóðar til þess að keppa á braut en náði ekki að gera nógu góða hluti þar, því ég var ekki búin að æfa skynsamlega. Þetta hafði einnig áhrif á allan júlí, náði mér ekki á strik þannig þurfti að minnka æfingaálagið alveg þann mánuð.
Þetta kom síðan allt í ágúst hjá mér eins og ég er búin að koma inná. Ég tók síðan nokkrar keppnir í september fyrir gleðina aðallega áður en ég tók smá hlaupapásu, sem er mikilvægt að gera.
þessi vefsíða notar vefkökur (e.cookies) til að bæta þjónustu okkar. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun á vefkökum, lesa hér