Einkaþjálfun WorldClass

Ég er einkaþjálfari hjá WorldClass. Ég legg áherslu á að þjálfa einstaklinga í styrktarþjálfun og þolþjálfun. Það eru allir velkomnir í þjálfun en ég vil helst taka að mér íþróttafólk, einstaklinga sem vilja ná lengra í sinni íþrótt, fólk sem á bakgrunn í íþrótt eða er vant því að hreyfa sig. Einstaklinga sem vilja koma hreyfingu og heilbrigði almennilega inn í lífsstíl sinn. Fólk sem vill bæta líkamlegt form eða hvað sem markmiðið er.

Æfingarnar hjá mér eru fjölbreyttar og árangursríkar. Þjálfunin er sérsniðin eftir því hvert markmið einstaklingsins er. Dæmi um markmið sem fólk gæti haft og ég gæti unnið með er að bæta sig í sinni íþrótt, styrkjast, léttast, þyngjast og/eða bæta þol. Ég tek að mér einka-og hópþjálfun. Ég bý einnig til hlaupaprógram.

Hvað er búið að gerast🩶

Sumarið löngu komið og margt gott búið að gerast, bæði í hlaupum, þjálfun og öllu saman. Langt en ótrúlega frábært innanhústímabil löngu búið í hlaupunum. Það var æft hraða þrisvar í viku, fullt af...

LESA
Það helsta sem ég hef lært síðan ég byrjaði að æfa hlaup almennilega🙌...

Nokkrir punktar um það sem ég hef lært um hlaup síðan ég byrjaði og af reynslu veit ég að þetta virkar til þess að ná árangri 1. Hraða/gæðaæfingar eru mjög mikilvægar til þess að bæta sig og verða hr...

LESA
Lífið í Kenía

Lífið hér er mikið þannig að það eru æfingar, og síðan frítími þar sem við megum í rauninni gera það sem við viljum. En við notum hann oft í að gera okkur klár fyrir næstu æfingu, fara á sundlaugabakk...

LESA